Nökkvi Þeyr á reynslu til Valerenga

Sóknarmaðurinn efnilegi Nökkvi Þeyr Þórisson fer í byrjun október á reynslu til Valerenga í Noregi.
Nökkvi mun skoða aðstæður hjá klúbbnum og æfa með aðalliði Valerenga í vikutíma.

Valerenga er sem stendur í 7. sæti efstudeildar í Noregi. Hjá félaginu er einn Íslendingur en það er HM-farinn Samúel Kári Friðjónsson.
Stjóri liðsins er Ronny Deila en hann hefur m.a. verið hjá stórliði Celtic.

Pepsi-deildar félög hér á landi hafa einnig fylgst náið með bræðrunum Þorra og Nökkva og fóru þeir m.a. í vikutíma á reynslu til FH núna í sumar.

Þeir bræður spiluðu stórt hlutverk hjá Dalvík/Reyni í sumar eftir að hafa komið heim frá Hannover í Þýskalandi. Þorri Mar spilaði alla 18 leiki liðsins og gerði í þeim 4 mörk. Nökkvi lék 16 leiki og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk.

Það verður því spennandi að fylgjast með framtíð leikmannana en ljóst er að þetta er mikil viðurkennig fyrir það starf sem unnið er í kringum fótboltann í Dalvíkurbyggð.

Aðrar fréttir