Saga D/R

Dalvík/Reynir – Stofnun félagsins og saga:

Dalvík/Reynir:
Árið 2005 var ákveðið af nokkrum fótboltaáhugamönnum í
Dalvíkurbyggð að samstarfi við Leiftur sem varaði í 4 ár yrði hætt. Eftir að samstarfi á milli Leifturs/Dalvík var slitið og áhugi á knattspyrnu varð orðin mjög
lítill, var sá möguleiki skoðaður að lið Reynis og lið Dalvíkur myndu sameinast og spila undir merkjum Dalvíkur. UMFR Reynir hafði farið af stað með 3. deildar liðsem skipað var ströndungum og Dalvíkingum sem ekki líkaði samstarfið við Leiftur.
Þar sem aðstæður til æfinga og keppni voru lélegar á Dalvík var farið í viðræður við
formann Reynis sem lagði svo til að liðið fengi nafnið Dalvík/Reynir og gæti því
notað vellina bæði á Árskógströnd og Dalvík og haft þannig þokkalegar aðstæður.

Þannig kom til að Dalvík/Reynir (D/R) var stofnað og hefur samstarf félaganna gengið mjög vel allar götur síðan.
Sumarið 2006 var blað brotið í sögu knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð en það
ár var í fyrsta skipti sem Dalvík og Reynir spiluðu saman undir sama merki. Við
sameiningu þessara liða átti að búa til nýtt lið, aðallega skipað leikmönnum úr
Dalvíkurbyggð og var ætlunin að búa til lið og leikmenn sem mundi á nokkrum árum
koma liðinu á þann stall sem það var um aldamótin 2000 en þá var liðið með gott 1.
deildar lið

Fróðlega ritgerð um fyrstu ár Dalvíkur/Reynis má lesa HÉR.
Höfundur ritgerðarinnar er Viktor Már Jónasson