100 leikja klúbburinn
Þeir Kristinn Þór Björnsson og Steinar Logi Þórðarsson náðu þeim merka áfanga á dögunum að leika sinn hundraðasta meistaraflokksleik í fyrir Dalvík/Reyni.
Aðeins eru taldir mótsleikir á vegum KSÍ.
Kristinn á samtals að baki yfir 200 leiki fyrir Þór, Dalvík/Reyni og Leiftur/Dalvík en sigurinn gegn Einherja var leikur númer 100 hjá Kristni fyrir Dalvík/Reyni.
Steinar Logi á flest alla sína leiki fyrir Dalvík/Reyni að undanskildum 7 leikjum fyrir Draupni árið 2011.
Steinar Logi, sem er fæddur 1993, hefur verið leikmaður Dalvíkur/Reynis frá árinu 2013. Sigurinn gegn KH var hundraðasti leikur Steinars Loga.
Snorri Eldjárn er leikjahæsti núverandi leikmaður Dalvíkur/Reynis með rúmlega 160 leiki á bakinu fyrir D/R.