Merki félagsins

Merki félaganna, Dalvík/Reynir og UMFS Dalvík. Einnig má finna reglur um notkun merkjanna.

Merki Tegund
JPEG | PNG | PDF
JPEG | PNG | PDF
JPEG | PNG | PDF
JPEG | PNG | PDF
JPEG | PNG | PDF
JPEG | PNG | PDF

Tengt efni

Notkun merkisins með öðrum merkjum

Merki félagsins má ekki fella inn í önnur merki, tákn eða letur. Ekki má breyta letri, lit né slíta það í sundur og breyta uppsetningu.
Þegar merkið stendur með öðru merki skal fjarlægð frá því að lágmarki vera sem nemur helmingi af breidd skjaldar.
Merki félagsins skal ávalt sett smekklega fram og gæta þess að merkið sé ekki í skugga annars leturs eða mynda.

Notkun merkisins

1.1. Bréfsefni og nafnspjöld
Á bréfsefni sent út á vegum félagsins verði merki félagsins áberandi. Félagsmenn og starfsmenn noti merkið á bréfum, nafnspjöldum, í útgáfum, auglýsingum og til að auðkenna starfsemi félagsins.
1.2. Kynningarefni, auglýsingar, dreifibréf og annað útgefið efni
Í öllu kynningarefni, skýrslum og öðru útgefnu efni frá félaginu á merkið að vera
áberandi. Ekki er gerð krafa um nákvæma staðsetningu merkisins eða
útlit að öðru leyti en því að hönnuðum ber að gæta þess að merkið falli vel að heildarútliti og njóti sín vel.
Heimilt er undir ákveðnum kringumstæðum að nota einstaka táknmyndir úr merkinu, sé það gert með smekklegum hætti.
1.3. Aðgengi að merkinu
Merkið skal vera aðgengilegt á heimasíðu félagsins og/eða hjá starfsmanni/stjórnarmanni. Það skal afhent öllum þeim sem hyggjast nota það í samræmi við reglur þessar.
1.4. Fánar
Á fánum er skjaldarmerkið miðjað á hvítum eða bláum feldi.
1.5. Gjafavara
Þegar merkið er notað á gjafavöru og annað sem ekki fellur undir hefðbundið prentefni getur verið óhjákvæmilegt að sveigja frá stífum kröfum um litanotkun. Þó er mælst til þess að litir séu sem líkastir og hægt er. Lögð er áhersla á að merkið fái notið sín með
smekklegum hætti eftir því sem við á hverju sinni.

Notkun utan að komandi aðila á merki félagsins.

2.1. Notkun félagasamtaka
Félög mega, að fengnu leyfi starfsmennans eða stjórnarmanns,  eða staðgengils hans, nota merkið ásamt félagsmerki sínu eða greinilegu auðkenni.
Félagið getur hvenær sem er krafist þess að merkið sé afmáð úr slíku félagsmerki ef notkun þess kastar rýrð á merkið sjálft eða þykir óheppilegt á annan hátt.
Íþróttafélögum/hópum sem koma fram í keppnum er heimilt að nota merkið til auðkenningar.
Stjórnmálaflokkum eða -framboðum er ekki heimilt að nota merkið eða hluta þess og óheimilt er með öllu að nota það til stjórnmálaáróðurs.
2.2. Notkun á söluvarningi
Óski einstaklingar eða fyrirtæki eftir því að framleiða varning með merkinu eða merkið sjálft í einhverju formi og hafa til sölu þarf til þess leyfi starfsmanns/stjórnarmanns eða staðgengils hans hverju sinni.
Óheimilt er að nota merkið sem hluta af firmamerki eða vörumerki.