Strandarmót JAKO 2024

Hið árlega Strandarmót JAKO verður haldið laugardaginn 20. júlí 2024 á Dalvíkurvelli.
Mótið er fyrir drengi og stúlkur í 8. og 7. flokki.

Mótsfyrirkomulag verður þannig að 8. flokkur keppir fyrrihluta dags (3-4 manna bolti) og 7. flokkur seinnihluta dags (5 manna bolti).
Áætlað er að hver lið spili 5-6 leiki, 10 mínútna langa.

Skráning fer fram í gegnum Google forms og stendur til 4. júlí. Hér má finna link á skráninguna

Að móti loknu fá keppendur verðlaunapening, þátttökugjöf, grillaða pylsu og drykk, íspinna og frítt í sund.

Nánari upplýsingar verða birtar á Facebooksíðu Strandarmótsins og á dalviksport.is