2. deild: Kári – Dalvík/Reynir

Næsti leikur okkar manna er gegn Kára-mönnum frá Akranesi. Leikið verður í Akranes-höllinni sunnudaginn 16. júní klukkan 18:00.

Kári er sem stendur með 5 stig eftir 6 umferðir. Liðið hefur tekið þónokkrum breytingum frá síðasta ári en þar má finna unga og öfluga Skagastráka í blandi við reynslumikla leikmenn.
Þjálfari liðsins er Skarphéðinn Magnússon, fyrrum markvörður Dalvíkur/Reynis!

Upphaflega leikjaniðurröðin gerði ráð fyrir að leikurinn ætti að vera heimaleikur Dalvíkur/Reynis. D/R óskaði hinsvegar eftir því við Kára-menn að snúa leiknum þar sem Dalvíkurvöllur er ekki tilbúinn.
Við kunnum Kára bestu þakkir fyrir að taka svo vel í þá fyrirspurn og sýna málinu skilning.

ÍA-TV, eitt besta vefvarp landsins, hefur að undanföru verið duglegir að sýna leiki Kára á Youtube en að svo stöddu er ekki ljóst hvort leikurinn verður sýndur eða ekki.
Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með.

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR