2.deild: Völsungur – D/R

Á morgun, fimmtudaginn 6. júní, munu okkar menn í Dalvík/Reyni halda austur til Húsavíkur og leika þar við Völsung.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Húsavíkurvelli.

Lið Völsungs hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem eitt af allra bestu liðunum í þessari deild. Liðið er gífurlega vel skipulagt og vel mannað.
Þeir sitja um þessar mundir í 6. sæti deildarinnar með 9 stig, þrem stigum á undan Dalvík/Reyni sem situr í 7. sæti.

Það er því ljóst að leikurinn verður mikill slagur og bæði lið munu selja sig dýrt.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á Húsavík og styðja okkar menn til sigurs.
ÁFRAM DALVÍK/REYNIR