3. deild: Leikur gegn Hetti/Huginn

Fimmtudaginn 24. júní fer fram leikur á Dalvíkurvelli þegar topplið Hattar/Hugins mætir okkar mönnum.
Leikur hefst klukkan 19:00 á Dalvíkurvelli.

Höttur/Huginn er besta lið 3. deildar og sitja á toppnum í deildinni með 19 stig. Þeir hafa aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli.

Okkar menn í Dalvík/Reyni hafa verið að ströggla í síðustu útileikjum en verið sterkir heima fyrir. Dalvík/Reynir situr í 6. sæti með 11 stig.

Við hvetjum fólk því til að fjölmenna á leikinn á morgun og styðja strákana til sigurs!

Leikurinn verður að öllu óbreyttu sýndur live á DalviksportTV á YouTube.
Sem fyrr eru útsendingar í boði Böggur ehf.

ÁFRAM D/R!