6. flokkur Set-móts meistarar!

6. flokkur Dalvíkur var um síðustu helgi á Selofssi þar sem flokkurinn tók þátt í Set mótinu. Eitt lið var skráð til leiks frá UMFS Dalvík og gekk mótið frábærlega.  Liðið var aðeins skipað krökkum úr 2009 árgangnum.

UMFS Dalvík gerði sér lítið fyrir og unnu sína deild og komu því skælbrosandi með bikar í félagsaðstöðuna á Dalvík.
Liðið spilaði 8 leiki í deildinni, 6 af þeim voru sigrar, 1 jafntefli og 1 tap. Tæplega 20 Dalvíkurmörk voru skoruð um helgina og krakkarnir með bros á vör alla helgina.

Leikmenn UMFS Dalvíkur (sjá mynd hér að neðan).
Frá vinstri efri röð: Matthías Helgi Ásgeirsson, Ægir Eyfjörð Gunnþórsson, Vilhelm Máni Magnússon og Úlfur Berg Jökulsson
Fremri frá vinstri: Þorri Jón Níelsson, Valgeir Elís Hafþórsson og Unnar Marinó Friðriksson.

Úlfur Berg Jökulsson var svo valin leikmaður Jakódeildarinnar í mótslok.
Glæsilegur árangur hjá 6.flokk og frábært mót að baki.

2009 árgangur UMFS Dalvíkur á Set mótinu 2018

Hér fyrir neðan má sjá lokastöðuna í Jakódeildina.

 

Aðrar fréttir