Upphitun: Fyrsti leikur!

Laugardaginn 12. maí fer fram fyrsti leikur sumarsins hjá okkar mönnum í D/R.
Fyrsta umferð í 3. deildinni fer þá fram og leikur Dalvík/Reynir útileik gegn nýliðum Augnabliks.
Leikið verður í Fífunni í Kópavogi og hefst leikurinn klukkan 14:00.

Augnablik er gífurlega öflugt lið og mikil stemning og góð umgjörð er í Kópavoginum. Í þeirra herbúðum má finna fjöldann allan af leikmönnum með reynslu úr Pepsi-deildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann 17-0 sigur á Kormáki/Hvöt í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins, en í 2.umferð tapaði liðið naumlega 1-0 gegn ÍR.
Augnablik er venslafélag Breiðabliks, en mikið samstarf er á milli félaganna. Sem dæmi má nefna léku landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Sverrir Ingi Ingason sína fyrstu meistraflokks leiki fyrir Augnablik, áður en þeir urðu fastamenn hjá Breiðablik.
Liðið þeirra er því byggt upp á blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt reynslumiklum mönnum.

Við hvetjum fólk á höfuðborgarsvæðinu að mæta á leikinn og hvetja okkar menn í D/R til sigurs.

ÁFRAM D/R!!
Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Aðrar fréttir