Upphitun: Toppslagur í Garðabæ

Á laugardaginn fer fram næsti leikur Dalvíkur/Reynis og er það toppslagur að bestu gerð.
Við höldum í Garðabæinn og heimsækjum þar heimamenn í KFG. Leikið verður á Samsung-vellinum og hefst leikurinn klukkan 14:00.

KFG er sennilega eitt manna lið deildarinnar og með marga reynslumikla leikmenn. Á heimavelli eru þeir gífurlega sterkir en þeir hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli hingað til.
Í leikmannahópi þeirra má finna reynslumikla menn á borði við Veigar Pál Gunnarsson, Garðar Jóhannsson, Magnús Björgvinsson og Atla Jónasson. Einn markahæsti leikmaður deildarinnar er Jóhann Ólafur Jóhannsson með 11 mörk.

KFG er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en KH er með 24 stig í 2. sæti. Okkar menn eru svo efstir með 29 stig.

Með sigri í þessum leik getur Dalvík/Reynir komið sér í virkilega þægilega stöðu á toppi deildarinnar og er þessi leikur því gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið.

ÁFRAM D/R!

Aðrar fréttir