Hvað vitum við?

Hljóðvarpsþátturinn Hvað vitum við? hefur hafið göngu sína og eru það snillingarnir Heiðar Andri, Ívar Breki og Ragnar Freyr sem eru umsjónarmenn þáttarins.

Í þættinum skapast oft heitar umræður og málin rædd á hreinni íslensku. Aðal umræðuefni þáttanna er knattspyrna og er mikil umræða um Dalvík/Reyni og Dalvískan fótbolta.

Í þætti #2 komu þeir Sveinn Margeir Hauksson og Rúnar Helgi Björnsson, leikmenn D/R, í heimsókn og fóru yfir nýliðið tímabil.
Í nýjasta þættinum sem ber heitið “Undratvíburarnir” er viðtal við Þorra og Nökkva ásamt því að eldheitar umræður um þjálfarastöðu D/R brjótast út í lokin.

Við hvetjum stuðningsmenn til að hlusta á hljóðvarpið en umræðan getur verið í grófari kantinum og að mestu sett fram í gríni.
Virkilega skemmtileg umfjöllun og öðruvísi nálgun um félagið okkar en taka skal það fram að umræðan er á þeirra eigin vegum en ekki félagsins.

Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn með því að smella HÉR

 

Aðrar fréttir