Hugrekki – Samvinna – Vinnusemi – Virðing

Viktor Daði við undirskrift (mynd: Haukur Snorrason)
Dalvík/Reynir heldur áfram að safna liði fyrir komandi átök í 2. deildinni á næsta ári. Viktor Daði Sævaldsson, Dalvíkingurinn knái, hefur skrifað undir tveggja ára samning við sitt heimafélag.
Viktor Daði ætti að vera fólki í Dalvíkurbyggð vel kunnugur en hann kemur heim til D/R frá Einherja á Vopnafirði þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil.
Viktor, sem er fæddur 1997, byrjaði ungur að spila með meistaraflokki en lék síðast með D/R í 2.deild árið 2015 þar sem hann gerði 5 mörk í 21 leik. Alls hefur Viktor spilað 102 leiki og skorað í þeim 13 mörk.
„Við erum gífurlega ánægðir með að fá Viktor Daða heim. Fyrst og fremst er Viktor góður í fótbolta og mun passa vel inn í okkar umhverfi. Einnig hefur stefna félagsins verið sú að byggja upp á okkar heimastrákum og mynda ákveðna stemingu í kringum liðið. Það er því mjög jákvætt að fá góða leikmenn eins og Viktor Daða heim“ sagði Stefán Garðar Níelsson, formaður Knattspyrnudeildar D/R.
Stuðningsmannafélagið Brúinn hefur fengið ósk sína uppfyllta. Í sumar sungu þeir hátt og snjallt „Viktor komdu heim„!
Viktor er annar leikmaðurinn sem D/R fær á þessu ári en fyrir skömmu skrifaði Númi Kárason undir samning.
Velkominn Viktor Daði !
Viktor Daði við undirskrift (mynd: Haukur Snorrason)
Skráðu þig á póstlistann okkar, þannig að þú missir ekki af viðburðum, tilboðum og skemmtilegum póstum.
"*" indicates required fields