Dalvík/Reynir í úrslitaleikinn
Í dag spilaði Dalvík/Reynir gegn Víði Garði í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikið var við frábærarar aðstæður á nýju gervigrasvelli á Sauðárkróki.
Ákveðinn vorbragur var á leik beggja liða til að byrja með og fátt markvert átti sérstað. Víðis-menn voru sterkir til baka og beittu hættulegum skyndisóknum.
Á 37. mínútu leiksins kom Númi Kárason okkur yfir með marki eftir góða sókn.
Staðan í hálfleik því 1-0.
Í þeim síðari komu Víðismenn öflugari til leiks og náðu að jafna metin á 52. mínútu. Eftir það vöknuðu okkar menn og Númi Kárason nældi í vítaspyrnu á 65. mínútu sem Borja López Laguna skoraði örugglega úr.
Númi Kárason var ekki hættur að hrella Víðis-menn þar sem hann skoraði sitt annað mark á 73. mínútu og kom okkur í þægilega 3-1 foyrstu.
Undir lok leiksins náðu Víðismenn að klóra í bakkann og minnka muninn í 3-2, en þar við sat.
Dalvík/Reynir eru því komnir í úrslitaleik Lengjubikarsins 2019 en þar mætum við feyki öflugu liði Selfoss.
Leikurinn fer fram 25. apríl en leikstaður er óákveðinn.
Hér má sjá leikskýrslu leiksins