Páskahappdrætti Dalvíkur!
Páskahappdrætti Dalvíkur er nú komið í sölu!
Líkt og í fyrra stendur knattspyrnudeild Dalvíkur fyrir happdrætti. Páskahappdrættið sló í gegn í fyrra en í ár eru vinningarnir einkar glæsilegir!
Heildarverðmæti vinninga er í kringum 875.500 kr.
Happdrættið er nú komið í sölu hjá öllum leik- og stjórnarmönnum Dalvíkur/Reynis en einnig má panta miða á netafanginu [email protected] og í gegnum facebooksíðuna.
Happdrættið er mikilvægur þáttur í fjármögnun á deildinni og vonumst við til þess að fólk sýni okkur stuðning.
Dregið verður þann 5. maí.
Vinninga má svo nálgast á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík eða hjá leikmönnum Dalvíkur/Reynis.