32 liða úrslit Mjólkurbikars – KR úti!
Búið er að draga í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Eins og frægt er orðið var Dalvík/Reynir í pottinum eftir frábæran 3-2 sigur gegn Þór Akureyri.
Næstu andstæðingar Dalvíkur/Reynis í Mjólkurbikarnum er stórveldið KR Reykjavík. Spilað verður í Frostaskjólinu.
Leikurinn verður spilaður þann 30.apríl eða 1.maí. Nánari upplýsingar um leiktíma koma síðar.
Vægast sagt spennandi viðureign framundan!