Úrslitaleikur Lengjubikarsins á morgun
Á morgun, fimmtudaginn 25. apríl, fer fram úrslitaleikur Lengjubikars B-deildar karla.
Leikurinn er á milli okkar manna í Dalvík/Reyni og Selfoss. Leikið verður í Akraneshöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00.
Lið Dalvíkur/Reynis komst í úrslitaleikinn eftir góðan sigur gegn Víði Garði í undanúrslitunum, en Selfoss vann sigur á KFG í hinum undanúrslitaleiknum.
Selfoss er með gífurlega sterkt lið og að margra mati eru þeir líklegastir til að vinna 2.deildina í sumar.
Dean Martin, þjálfari liðsins, er að byggja upp skemmtilegt lið með markaskorarann Hovre Tokic fremstan í flokki.
Það verður því gaman að fylgjast með okkar mönnum máta sig við eitt besta lið 2. deildarinnar.
Það er bikar í boði!