Jóhann Már ráðinn yfirþjálfari Dalvíkur
Barna- og unglingaráð knattspyrndeildar Dalvíkur hefur ráðið Jóhann Má Kristinsson sem yfirþjálfara yngriflokka Dalvíkur.
Jóhann Már er þrátt fyrir ungan aldur með töluverða reynslu sem þjálfari en hann er með UEFA-B þjálfaragráðu. Jóhann er einnig menntaður einkaþjálfari frá Keili.
Jóhann Már er flestum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann hefur áður starfað og þjálfað mikið fyrir félagið.
“Með tilkomu nýs gervigrasvallar vissum við að taka þurfti starf okkar á næsta stig. Við teljum því að ráðning yfirþjálfara sé lykilskref í okkar þróun. Yfirþjálfari mun m.a. sníða og móta stefnu félagsins, endurskipuleggja og taka allt innra starf félagsins í nútímalegri búning.
Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein veraldar og margsannað er gildi íþrótta sem forvarnarstarfsemi fyrir börn- og unglinga.
Verkefnin eru spennandi og framtíðin björt. Við hlökkum því mikið til að vinna að bættu starfi með Jóhanni á næstu misserum” sagði Gunnar Eiríksson, formaður barna- og unglingaráðs.
Jóhann tekur til starfa þann 1. maí en Jóhann mun einnig þjálfa yngriflokka félagsins.
Æfingatafla fyrir sumarið mun liggja fyrir von bráðar og verður hún birt á heimasíðunni sem og facebooksíðum yngriflokka.
Hægt verður að ná á Jóhanni Má á netfanginu [email protected]