Sveinn Margeir tilnefndur til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar
Knattspyrnumaðurinn knái, Sveinn Margeir Hauksson, hefur verið tilnefndur til Íþróttamanns ársins fyrir hönd Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 17:00.
Sveinn Margeir átti frábært tímabil með Dalvík/Reyni í 2. deildinni s.l. sumar. Sveinn vakti mikla athygli fyrir framistöðu sína og vakti hann áhuga hjá Pepsi-deildarliðum sem endaði svo með því að KA keypti leikmanninn af Dalvík/Reyni.
Sveinn var valinn efnilegasti leikmaður Dalvíkur/Reynis á lokahófi félagsins.
Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.
Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 12. janúar 2020.
Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn
Tilnefningar | Íþróttagrein |
Amanda Guðrún Bjarnadóttir | Golf |
Andrea Björk Birkisdóttir | Skíði |
Elín Björk Unnarsdóttir | Sund |
Ingvi Örn Friðriksson | Kraftlyftingar |
Svavar Örn Hreiðasson | Hestar |
Sveinn Margeir Hauksson | Knattspyrna |