Fótboltinn snýr aftur – leikið án áhorfenda
Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur landsins eflaust vita mun Íslensk knattspyrna snúa til baka eftir stutta Covid-pásu.
Áhorfendur hafa verið bannaðir á öllum leikjum í meistaraflokki.
Íþyngjandi kröfur hafa verið settar á félög á landinu öllu og má búast við athyglisverðum breytingum á umgjörð í kringum leiki. Hér má lesa sér til um allar helstu kröfur sem snúa að knattspyrnuleikjum.
Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig félögum gengur að fylgja settum reglum á næstu vikum.
Okkar menn í Dalvík/Reyni eiga útileik við Selfoss á laugardaginn 15. ágúst. Hingað til hefur SelfossTV á Youtube verið duglegir við að sýna frá leikjum og hvetjum við fólk til þess að fylgjast með því.
Næsti heimaleikur er svo á miðvikudaginn gegn Kórdrengjum.
ÁFRAM D/R!