Getraunir á laugardagsmorgnum
Á laugardagsmorgnum hittist vaskur hópur fótboltaáhugamanna í aðstöðu okkar (neðri hæð sundlaugar) og tippar í gegnum Íslenskar Getraunir.
Skemmtileg stemning hefur myndast í þessum hópi, fólk mætir um 11:30 og spjallar að “vitrænum” hætti um fótboltann.
Hópurinn er opinn öllum og auglýst er hér með eftir fleiri aðilum til að taka þátt.
Vel er tekið á móti nýjum andlitum í þetta skemmtilega félagsstarf.
Með því að tippa í gegnum Íslenskar Getraunir og setja númer félagisins (620) við hvern miða fær félagið hlutdeild að söluvirði miðans. Safnast þegar saman kemur og hefur hlutdeildin verið að skila félögum í landinu flottar tekjur.
Að gamni má nefna að Víkingur Reykjavík standa vikulega að svokölluðu húskerfi sem skilar bæði félaginu og tippurunum sjálfum flottum fjárhæðum. Lesa má umfjöllum um það hér.
Haukur Snorrason & Gísli Bjarnason hafa leitt þennan skemmtilega hóp undanfarið ásamt vöskum mönnum.
9You and 8 others