 
											Íslandsmótið að hefjast
Um helgina byrjar boltinn að rúlla í Íslandsmóti 3.deildar karla. Okkar menn í Dalvík/Reyni taka þá á móti Víði frá Garði.
Leikið verður á Dalvíkurvelli klukkan 13:00, laugardaginn 8. maí.
Takmarkaður miðafjöldi verður í sölu, en hér fyrir neðan má sjá mikilvægar upplýsingar fyrir áhorfendur leiksins.
Ársmiðasala er í fullum gangi. Hægt verður að kaupa ársmiða í sjoppunni á leikdegi.
Upplýsingar til áhorfenda:
- Tvö hólf verða á vellinum. Hólf A er stúkan.
 Hólf B er grasbakki sunnan við stúkuna.
 200 miðar í boði.
- Sér inngangur verður fyrir bæði hólf og númeruð sæti.
- Miðaverð: 1000 kr. 
 (Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu).
- Verið er að vinna í því að koma miðasölu upp í Stubb-appinu.
 Með miðakaupum á Stubb fer fram rafræn skráning á leikinn. Fólk þarf svo að gefa upp í hvaða sætum þau sitja og starfsmenn vallarins skrá þær upplýsingar niður.
- Hvetjum fólk til þess að mæta tímanlega.
 Hvetjum þá sem ætla að kaupa miða á vellinum að mæta með forskráðar upplýsingar á blaði með nafni, kennitölu og gsm númeri og afhenda starfsfólki miðasölunnar. Það flýtir fyrir afgreiðslu.
- Grímuskylda er á vellinum – minnum fólk á að halda fjarlægð, varast hópamyndanir og persónubundnar sóttvarnir.
Áfram Dalvík/Reynir!
 
																											 
																											 
																											 
																											 
																											