Abdeen Abdul í Dalvík/Reyni

Írski sóknarmaðurinn Abdeen Temitope Abdul hefur skrifað undir eins árs samning við Dalvík/Reyni og mun hann því leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Abdul, sem er 28 ára, er stór og stæðilegur sóknarmaður en hann hefur spilað víðsvegar um heim í góðum deildum við góðan orðstír.
Hann er væntanlegur til Dalvíkur í næstu viku.
Við væntum mikils af leikmanninum og hlökkum til samstarfsins
Velkominn Abdul!

Aðrar fréttir