Aðalfundur: Rekstur deildarinnar í góðu jafnvægi
Á dögunum var aðalfundur Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis haldinn.
Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Hér neðar má lesa fundargerð fundarins ásamt ársskýrslu formanns.
Lítilsháttar breytingar verða á stjórn félagsins. Magni Þór Óskarsson kemur nýr og ferskur inn í stjórn í staðin fyrir Annel Helga Daly Finnbogason.
Þeir Gunnar Már Magnússon og Ingvar Örn Sigurbjörnsson koma einnig nýjir inn í varastjórn félagsins og taka þær sæti Jóhanns Hreiðarssonar.
Við þökkum þeim sem út úr sjórn fara kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Ný stjórn meistaraflokks er því:
Garðar Níelsson, Haukur Snorrason, Sindri Þórisson, Gústaf Þórarinsson & Magni Þór Óskarsson.
Varastjórn: Gunnar Már Magnússon og Ingvar Örn Sigurbjörnsson
Rekstur félagsins er í góðu jafnvægi og ársreikningur félagsins góður. Rekstrartekjur ársins og rekstrarkostnaður ársins haldast í hendur þrátt fyrir að töluvert hafi verið aukið í tilkostnað í kringum starfið frá fyrri árum.
Félagið er skuldlaust, eignarstaðan góð og má því með stolti segja að rekstur félagsins sé í fínum málum.
Í lokin undir liðnum önnur mál opnuðust ýmsar umræður um framtíð félagsins okkar ásamt þeim spennandi verkefnum sem í gangi eru. Hvetjum fólk til að lesa fundargerðina hér að neðan ef áhugi er á því.
Stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis