Æfingaferðir til Dalvíkur

Knattspyrnudeild Dalvíkur í samstarfi við fyrirtæki í Dalvíkurbyggð hafa útbúið pakkatilboð og sent út auglýsingu til félaga þar sem kynntur er möguleikinn á að koma norður til Dalvíkur í æfingaferð.
Slíkar æfingaferðir geta hentað fyrir meistaraflokka sem og yngri iðkendur.

Æfingaferðir hafa verið ómissandi hluti af undirbúninga margra liða fyrir átök sumarsins. Vegna Covid-19 mun það reynast félögum erfitt að fara erlendis í slíkar ferðir.

Í fyrra komu nokkur félög og æfðu á Dalvíkurvelli, m.a. Grótta sem var þá að undirbúa sig fyrir Pepsimax-deildina.
Nú þegar hafa einhver félög haft samband og lýst yfir áhuga að koma norður.

Á Dalvík getum við boðið félögum upp á æfingar á góðum gervigrasvelli, aðgengi í sundlaug og líkamsrækt, klefa og aðstöðu, val um gistingu, mat og annað tilheyrandi.

Ef félög hafa áhuga er þeim bent á að senda fyrirspurnir á [email protected]

Aðrar fréttir