Æfingaleikir framundan – Pepsi Max lið á Dalvíkurvelli

Í dag, 25. maí, hefur þeim takmörkum verið aflétt að meistaraflokkar mega hefja starfsemi sína að fullum krafti. Mörg lið hafa skipulagt æfingaleiki til að gera sig klára í komandi verkefni.

Okkar menn í Dalvík/Reyni munu leika tvo æfingaleiki á Dalvíkurvelli á næstu dögum en þeir eru:

  • Mán. 25. maí kl. 18:15 D/R – KA (2.fl)
  • Lau. 30. maí kl. 12:00 D/R – Grótta

Pepsi Max-deildarliðið Grótta mun koma í æfingaferð til Dalvíkur um Hvítasunnuhelgina. Þar munu þeir æfa við góðar aðstæður og leika æfingaleik við okkar menn í Dalvík/Reyni.
Gróttu menn eru á fullu í undirbúningi fyrir slaginn í Pepsi Max-deilinni þar sem þeir eru nýliðar í deildinni.

Bikarkeppni KSÍ hefst svo laugardaginn 6. júní. Þar á Dalvík/Reynir heimaleik gegn KF.
Sigurvegarar úr þeim leik mæta svo Magna-mönnum laugardaginn 13. júní.

Mikið verður um æfingaleiki og ýmiskonar knattspyrnutengd verkefni á næstunni og hefur KSÍ gefið út leiðbeiningar vegna sóttvarnaraðgerða sem vert er að kynna sér.
Það verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum þar sem samkomubann er enn í gildi. Ekki mega fleiri en 200 einstaklingar vera á sama stað og skal tveggja metra reglan vera virt eins og kostur er.