Æfingar yngriflokka falla niður á mánudag

Æfingar allra yngriflokka falla niður á mánudaginn 16. mars. Framhaldið skýrist seinni part mánudags og verða upplýsingar sendar.
ÍSÍ hefur gefið út tilmæli sem miðar æfingar við 20 einstaklinga og að hópar skarast ekki fyrir og eftir æfingar. Við eigum auðvelt með að sníða okkur að þeim tilmælum.

Hreyfingin er mikilvæg og mælist Víðir Reynisson til þess að menn reyni að halda úti æfingum barna og unglinga ef hægt er að fara eftir tilmælum ÍSÍ, til að halda inni hreyfingu hjá þessum hópi.
Fyrirkomulagið sem við ætlum að setja upp felur í sér styttingu á æfingar um 10 mín í hvorn enda, tími sem nýtist í staðinn til að mæta á æfingu og svo yfirgefa svæðið. Með því komumst við hjá því að hópar skarist. Þetta er þó birt með fyrirvara um áætlun íþróttamiðstöðvar og bæjarins er varðar notkun á mannvirkjum.
Nánar um útfærsluna og fyrirmæli til ykkar foreldra eru hér að neðan. Þetta á við um bæði gervigrasvöll og íþróttahusið.

Á mánudag verður fundað í Íþróttamiðstöð og í kjölfarið kemur betur í ljós áætlun bæjarins sem og Íþróttamiðstöðvar.
Knattspyrnudeild mun í kjölfarið upplýsa um næstu skref en eins og allir vita þá er þetta síbreytilegt ástand.

Fyrirmæli til foreldra vegna breytinga á æfingum

Æfingatími verður styttur um 20 mínútur, 10 mínútur styttar í hvorn endann. Sá tími á að nýtast í að:

  • Iðkenndur mæta á svæðið fyrir æfinguna. Ef æfing er auglýst kl 16:00 – 17:00. Mæta iðkenndur á svæðið 16:00 og hafa þar 10 mínútur til að gera sig klár áður en æfing hefst.
  • Klæða sig og yfirgefa svæðið. Æfingu slúttað 16:50 til að þetta sé mögulegt.

Þetta mun eiga bæði við æfingar í íþróttamiðstöð og á gervigrasvellinum.

Mikilvægt er að þjálfarar, foreldrar og iðkenndur séu með á nótunum og vinni saman. Þjálfarar munu gefa fullt svigrúm til iðkennda með það að mæta seint á æfingar og viljum frekar fá iðkenndur aðeins seinna heldur en fyrr á svæðið – til þess að tryggja að hópar skarast ekki.

Ekki verður vikið frá þessum reglum þó iðkenndur tveggja hópa sem skarast nái ekki 20. Það er til að ekki þurfi að meta hlutina í hverju tilfelli fyrir sig heldur bara ein lína sem allir fylgja.

Barna og unglingaráð Knattspyrnudeildar Dalvíkur
Jóhann Már Kristinsson – Yfirþjálfari

Aðrar fréttir