Áki Sölvason og Angantýr Máni lánaðir í Dalvík/Reyni

Sóknarmennirnir Áki Sölvason & Angantýr Máni Gautason hafa verið lánaðir frá KA til Dalvíkur/Reynis og munu því spila með liðinu í 2. deilinni í sumar.

Áki, sem er fæddur 1999, er sóknarmaður en hann á leiki að baki í Pepsi- og Inkasso deild.
Í fyrra var hann á láni hjá Magna í Inkasso-deildinni en sumarið 2016 lék hann 4 leiki fyrir Dalvík/Reyni og skoraði 3 mörk.

Angantýr Màni, sem er fæddur 2000, er àræðinn og hraður vængmaður en hann lék 14 leiki fyrir Magna í Inkasso-deildinni í fyrra. Sumarið 2018 lék hann 12 leiki fyrir Dalvík/Reyni í 3.deildinni og skoraði í þeim tvö mörk.
Til gamans má geta að Angantýr á ættir sínar að rekja á Hauganes og fögnum við slíkum tengingum!

“Það eru virkilega jákvæðar fréttir að fá Áka og Týra inn í leikmannahópinn fyrir komandi átök. Þeir eru góðir leikmenn sem munu færa okkur ákveðna breidd í sóknarlínu okkar.

Áki er sóknarmaður sem ég hef mikla trú à. Ég tel að við munum ná því besta úr honum og að hann muni sýna sitt rétta andlit í okkar herbúðum.
Angantýr er beinskeyttur leikmaður sem á auðvelt með að taka menn á og hann mun færa okkur öðruvísi ógn í okkar sóknarleik.

Við erum með þéttan og samheldinn hóp og það verður samkeppni um stöður í liðinu. Deildin verður jöfn, þétt og spennandi og við munum þurfa á öllum okkar leikmönnum að halda. Við stefnum à að bæta fleiri leikmönnum við hópinn okkar à næstu dögum” sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis.

Velkomnir Áki og Angantýr!

Aðrar fréttir