Alexander Ingi semur til tveggja ára!

Alexander Ingi Gunnþórsson, strákur fæddur 2001, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis.

Alexander kemur til liðs við Dalvík/Reyni frá Lilleström í Noregi. Alexander kom til liðs við D/R fyrr í sumar en er hinsvegar bara ný kominn með leikheimild. Hann hefur tekið þátt í síðustu þrem leikjum liðsins.

Alexander hefur búið í Noregi undan farin ár og var m.a. samningsbundinn Lilleström. Hann er gífurlega kraftmikill og teknískur leikmaður sem getur leyst flest allar sóknarstöður liðsins.
Alexander er búsettur á Dalvík hjá föður sínum.

Alex kom nokkuð óvænt inn á borð til okkar í vor og við sáum strax að þar var um hæfileikaríkan strák að ræða. Hann er spennandi leikmaður, óslípaður og kraftmikill, sem gaman verður að vinna með og móta inn í okkar leikkerfi” sagði Óskar Bragason, þjálfari D/R.

Við bjóðum Alex velkominn til Dalvíkur/Reynis!

Aðrar fréttir