Allar æfingar falla niður um óákveðin tíma

Vegna nýrra tilmæla ÍSÍ í gærkveldi þar sem mælst var til að íþróttastarf hjá börnum á leik- og grunnskólaldri falli niður sitt starf til 23.mars, hefur stjórn Barna- og unglingaráðs ákveðið að fylgja þeim tilmælum líkt og önnur íþróttafélög.

Staðan verður svo endurmetin hjá ÍSÍ og yfirvöldum mánudaginn 23.mars og skoðað hvort breytingar verði á tilmælum frá þeim aðilum.

Óvissa er einnig með notkun á þeim mannvirkjum sem við þurfum á að halda og því ekki hægt að halda okkur við það plan sem við settum upp um helgina.

Eins og fyrr segir mun framhaldið skýrast í kringum 23. mars en þangað til verða engar æfingar á vegum félagsins nema staðan breytist og tilkynning komi.

Stjórn Barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar
Jóhann Már – Yfirþjálfari