Armar ehf. styrkja vallarframkvæmdir

Armar Vinnulyftur ehf. frá Hafnarfirði veitti á dögunum veglegan styrk til knattspyrnudeildar Dalvíkur.

Armar Vinnulyftur ehf. sköffuðu ýmskonar vörur og varning sem þurfti til vallarframkvæmda á Dalvíkurvelli og styðja þeir þannig við uppbygginguna í Dalvíkurbyggð.
Á myndinni má sjá Björn Friðþjófsson með vörurnar en Björn er formaður nefndar um vallarframkvæmdir og drifkraftur verkefnisins.

Það er gott að eiga góða að!