Aron Ingi og Rúnar Freyr semja við Dalvík/Reyni

Þær frábæru fréttir voru að berast að leikmennirnir Aron Ingi Rúnarsson og Rúnar Freyr Þórhallsson hafa skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis.

Aron Ingi Rúnarsson er 24 ára markvörður sem kemur til liðs við D/R frá Þór Akureyri.
Aron Ingi hefur verið samnigsbundinn Þór Akureyri undanfarin þrjú keppnistímabil en sumarið 2016 lék hann 10 leiki fyrir Dalvík/Reyni í 3.deildinni.
Aron stundar nú nám við háskóla í Bandaríkjunum en hann er á loka árinu í verkfræðinámi sínu.

Rúnar Freyr Þórhallsson er 27 ára Seyðfirðingur og kemur til liðs við D/R frá Hetti/Huginn.
Rúnar Freyr, sem er miðjumaður, var fyrirliði Hugins til fjölda ára og einn leikjahæsti leikmaður félagsins.
Hann hefur spilað 178 leiki í 1., 2. & 3. deild og skorað í þeim 16 mörk.

Við bjóðum leikmennina velkomna í Dalvík/Reyni og hlökkum til að sjá þá í baráttunni næsta sumar!

Áfram Dalvík/Reynir!!!

Aðrar fréttir