Ársmiðar komnir í sölu

Ársmiðar Knattspyrnudeildar Dalvíkur fyrir sumarið 2021 eru nú komnir í sölu.
Miðarnir eru í sölu hjá öllum leik- og stjórnarmönnum liðsins.
Einnig verður hægt að kaupa ársmiða í miðasölunni á Dalvíkurvelli fyrir fyrsta leik.

Miðinn kostar litlar 9.000 kr. og gildir á alla heimaleiki liðsins í sumar.
Engar kaffiveitingar eru innifaldar að þessu sinni.

Ársmiðasala er gríðarlega mikilvæg fjáröflun í okkar starfsemi og vonumst við til þess að fólk standi með okkur í baráttunni í sumar og kaupi ársmiða.

Fyrsti deildarleikur sumarsins fer fram laugardaginn 8. maí, kl. 13:00 á Dalvíkurvelli.
Þá koma Víðismenn úr Garðinum í heimsókn, en þar mætast einmitt liðin tvö sem féllu úr 2.deildinni síðasta sumar.

Aðrar fréttir