Ársmiðar komnir í sölu!

Ársmiðar fyrir tímabilið 2019 eru nú komnir í sölu. Ársmiða má nálgast hjá öllum stjórnar- og leikmönnum D/R. Einnig er hægt að panta ársmiða á netfanginu dalviksport@dalviksport.is og/eða á facebooksíðu félagsins.

Ársmiðinn kostar litlar 11.000 kr. en innifalið í honum er aðgangur fyrir einn á alla heimaleiki Dalvíkur/Reynis ásamt léttum hálfleiks veitingum.

Á meðan Dalvík/Reynir leikur heimaleiki sína í Boganum á Akureyri þá eru veitingar í lágmarki en betur verður gert þegar Dalvíkurvöllur verður tekinn til notkunar.
Við vonum að stuðningsmenn okkar sýni því skilning.

Hægt verður að kaupa ársmiða fyrir næsta leik liðsins sem er á fimmtudaginn n.k. (30. maí) í Boganum á Akureyri.

Stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur