Bikardraumurinn úti

Mynd: mbl.is/Hari

Í gærdag léku okkar menn í Dalvík/Reyni gegn KR-ingum í Frostaskjólinu. Leikurinn var hluti af 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þetta árið.

Ljóst var strax frá upphafi að brekkan yrði brött þar sem KR-ingar eru án vafa eitt af betri liðum landsins.

Leikurinn endaði með 5-0 öruggum sigri heimamanna í KR.

Okkar menn geta þó gengið stoltir frá borði og tilbúnir í slaginn á sunnudaginn kemur þegar deildin byrjar. Þá fara okkar menn í Vogana og spila þar við Þróttara.

Hér má sjá viðtal við Óskar Bragason sem tekið var eftir leik á Fótbolta.net

Hér má sjá leikskýrlu leiksins

Maður leiksins: Brúinn stuðningmannafélag og aðrir stuðningsmenn!
Takk kærlega fyrir stuðninginn!