Bleika slaufan á búningi D/R

Leikmenn Dalvíkur/Reynis munu bera Bleiku slaufuna á brjósti sér í allt sumar en Bleika slaufan er prentuð á brjóstið á nýjum keppnisbúningum liðsins.

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð ár hvert baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Að þessu sinni hlaut knattspyrudeild Dalvíkur og Krabbameinsfélag Íslands glæsilegan peningastyrk með ósk um að félagsmenn knattspyrnudeildar Dalvíkur beri merki Bleiku slaufunnar með sóma og virðingu á nýjum keppnisbúningum liðsins.

Knattspyrnudeild sendir viðkomandi aðilum hjartans þakkir fyrir veittan stuðning og þakkir fyrir tækifærið að fá að taka þátt í þessu verkefni. Málefni Bleiku slaufunnar snerta svo sannarlega marga aðila og við berum Bleiku slaufuna stoltir.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af nýjum keppnisbúningi Dalvíkur/Reynis.

Aðrar fréttir