Bókagjöf til klúbbsins

 

Á dögunum fékk félagið bókagjöf sem varðveitt verður í aðstöðu félagsins. Magni Þór Óskarsson færði félaginu veglegt safn af bókunum Íslensk Knattspyrna og var það Haukur Snorrason sem tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins.

Félagið þakkar Magna kærlega fyrir gjöfina.