Borja López framlengir út 2021

Borja López Laguna, miðjumaðurinn stóri og stæðilegi, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis út tímabiliði 2021 og mun því taka slaginn með liðinu næsta sumar.

Borja, sem er 26 ára gamall Spánverji, hefur spilað stórt hlutverk fyrir félagið undanfarin ár og unnið sig unn í hug og hjörtu Dalvíkinga. Hann var kosinn besti leikmaður sumarsins á nýliðinu tímabili en hann gerði 7 mörk í 17 leikjum í 2.deildinni 2020.
Alls hefur hann spilað 37 leiki fyrir Dalvík/Reyni og skorað í þeim 16 mörk.

Það er mikið gleðiefni að Borja framlengi samning sinn og taki slaginn með liðinu á næsta tímabili. Borja er mikill félagsmaður og hefur aðlagast lífinu á Íslandi vel. Hann er búsettur á Dalvík ásamt kærsustu sinni þar sem þau eru bæði í vinnu.

Hér fyrir neðan má sjá video af mörkum sem Borja López gerði sumarið 2020.

Frá undirskrift: Garðar Níelsson formaður og Borja López