Borja López framlengir við Dalvík/Reyni

Borja López Laguna, miðjumaðurinn stóri og stæðilegi, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis út tímabiliði 2020.

Borja, sem er 25 ára gamall Spánverji, kom til liðs við D/R fyrir síðasta tímabil og spilaði hann stórt hlutverk fyrir liðið. hann skoraði 9 mörk í 19 leikjum í deild og bikar og var lykilleikmaður liðsins.

“Borja er mikið gæðablóð, bæði innan sem utan vallar, og góð fyrirmynd fyrir unga leikmenn félagsins. Hann er frábær manneskja og góður leikmaður sem mun hjálpa okkur í þeirri baráttu sem framundan er. Þeim líður vel á Dalvík, hafa aðlagast samfélaginu vel og ekki skemmir það fyrir að hann er nánast orðinn al talandi á íslensku” sagði Garðar Níelsson, formaður D/R eftir undirskrift samningsins.

Frekari frétta er að vænta af leikmanna málum liðsins á næstu misserum.

Borja López við undirskrift samnings. Mynd: Haukur Snorra

Mynd: fótbolti.net – Hafliði Breiðfjörð

Aðrar fréttir