Breskur varnarmaður semur við Dalvík/Reyni

Knattspyrnudeild Dalvíkur hefur gert eins árs samning við breska varnarmanninn Aaron Ekumah.
Aaron, sem er fæddur árið 2000, er uppalinn í Norwich en hann hefur einnig leikið í neðrideildum á Englandi.

Aaron er nú þegar kominn til landsins og byrjaður að æfa með liðinu.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga og kröftuga leikmanni í baráttunni í sumar.

Fyrir hittir hann annan ungan breskan leikmann sem samdi við Dalvík/Reyni fyrir skömmu síðan, Connor Parsons, en þeir koma báðir frá Norwich.

Velkominn, Aaron.