Breytingar á þjálfaramálum meistaraflokks kvenna Dalvíkur/Reynis

Nú um helgina urðu breytingar hjá meistaraflokki kvenna hjá Dalvík/Reyni. Jóhann Már Kristinsson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Við þökkum Jóa kærlega fyrir samstarfið.
Vinna stjórnar fór strax af stað til að leita eftir nýjum þjálfara og gekk sú leit mjög vel. Stjórnin hafði samband við Dalvíking sem hefur mikla reynslu af þjálfun kvennabolta og hefur nú gengið frá ráðningu hans. Nýr þjálfari er Friðjón Árni Sigurvinsson. Hann hefur störf í vikunni og hlökkum við mikið til samstarfsins við nýjan þjálfara. Við vitum að hann mun sinna þessu af mikilli ástríðu og af heilum hug

Aðrar fréttir