Breytt tímasetning á næsta heimaleik – Strandarmót um helgina

Næsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis verður gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði. Leikið verður á Dalvíkurvelli á sunnudaginn n.k., 22. júlí.

Leikurinn byrjar klukkan 16:30 en það er ný tímasetning á leiknum.

Um helgina fer fram 25ára afmælismót Strandarmótsins. Leikið verður bæði laugardag og sunnudag.
Leikið er með óbreyttu fyrirkomulagi en nánari upplýsingar og leikjaniðurröðun kemur inn þegar nær dregur.

Að öllu óbreyttu ætti Strandarmótinu að vera lokið á milli 14-15:00 á sunnudeginum. Þá hefur fólk nægan tíma til að koma sér á Dalvíkurvöll!

Strandarmótið