Búið að draga í forkeppni Mjólkurbikarsins

Á dögunum var dregið í forkeppni (1. og 2. umferð) Mjólkurbikarsins sumarið 2020.
Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ en hér má sjá dráttinn í heild sinni.

Í fyrra vann D/R sigur gegn Samherjum í 1.umferðinni og við tók eftirminnilegur sigur gegn Þór.
Næsta verkefni reyndist okkar mönnum heldur stórt, verðandi Íslandsmeistarar KR á Meistaravöllum.

Í ár mun bikarævintýrið byrja heima gegn nágrönnum okkar í KF. Leikið verður á Dalvíkurvelli þann 9. apríl.
Sigurvegari úr þeirri viðureign leikur svo gegn Magna Grenivík í 2.umferðinni.

Leikdagar eru þessir:
Fim. 9.4.2020 D/R – KF Dalvíkurvöllur
Lau. 18.4.2020 DR / KF – Magni (Heimaleikur D/R eða KF)

Spennandi verkefni framundan og aldrei að vita nema bikarævintýri sé í uppsiglingu.

Aðrar fréttir