D/R – Ægir í beinni á Youtube

Á laugardaginn 22. maí tekur Dalvík/Reynir á móti Ægi frá Þorlákshöfn í 3.deild karla.
Leikurinn hefst kl. 14:00 á Dalvíkurvelli.

Leikurinn mun verða í beinni útsendingu á Youtube rás okkar, Dalviksport TV.

Útsendingar frá Dalvíkurvelli verða í boði smíðafyrirtækisins Böggur ehf, en þar er meistarinn Jón Örvar Eiríksson og co. að standa þétt við bakið á Knattspyrnudeild Dalvíkur og þökkum við honum kærlega fyrir stuðninginn.

Miðasala á leikinn er hafin á Stubb-appinu. Eins minnum við á að ársmiðasala er í fullum gangi á heimaleiki Dalvíkur/Reynis í sumar.