D/R leggur fram tillögu á ársþingi KSÍ
KSÍ hefur birt þær tillögur sem teknar verða fyrir á ársþingi sambandsins laugardaginn 9. febrúar.
Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynir mun leggja fram breytingatillögu á fjölda skiptinga í 2.deild karla.
Dalvík/Reynir leggur til að skiptingum í 2. deild karla verði fjölgað í fimm líkt og gengur og gerist í 3 og 4. deild. „Meistaraflokksleikir eru mikill stökkpallur og viðurkenning fyrir unga leikmenn og það segir sig sjálft að tækifærunum fjölgar og auðveldara er fyrir félög að gefa sínum leikmönnum spilaðar mínútur. Við teljum að þetta auki möguleika ungra leikmanna að fá meiri spiltíma töluvert. Einnig mun þetta hjálpa þeim liðum sem erfiðlega hefur gengið að halda úti 2.flokki,” segir meðal annars í tillögunni.
Smelltu hér til að lesa tillöguna í heild
Hér má sjá fleiri tillögur sem bornar verða fram á ársþingi KSÍ
Nokkur aðildarfélög hafa nú þegar lýst yfir stuðningi við þessa tillögu og vonumst við til enn frekari stuðningi á ársþingi KSÍ.