Kjarnafæðismótið: D/R sigraði riðilinn!

Í gærdag fór fram leikur Dalvíkur/Reynis og Tindastóls í B-riðli Kjarnafæðismótsins. Fyrir leikinn var það ljóst að Dalvík/Reynir þurfti að vinna 5 marka sigur til þess að sigra riðilinn.

Leikurinn byrjaði vel hjá okkar mönnum en strax eftir 2ggja mínútna leik varð leikmaður Tindastóls fyrir því óláni að gera sjálfsmark.
Sveinn Margeir Hauksson skoraði svo annað mark okkar beint úr aukaspyrnu eftir 15 mínútna leik.
Staðan var því 2-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en undir lok leiksins dró heldur betur tið tíðinda. Á 87′ mínútu fékk leikmaður Tindastóls beint rautt spjald. Úr þeirri aukaspyrnu skoraði Jón Heiðar Magnússon og kom okkur í 3-0.
Örfáum andartökum síðar skoraði Baldvin Ingvason mark og klukkan að detta í 90. mínúturnar.
Varnarmaður Tindastóls fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir blálok leiksins og voru Stóla-menn því orðnir 9 talsins.
Á 94.mín fengu leikmenn D/R hornspyrnu. Eftir hornið skoraði hinn baneitraði Brynjar Skjóldal fimmta mark okkar manna og tryggði D/R sigur í riðlinum.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Hér má sjá lokastöðu riðilsins.

Aðrar fréttir