Dalvík hættir í Diadora

Knattspyrnudeild UMFS Dalvíkur mun hætta í samstarfi við Diadora og þ.a.l. ekki lengur kaupa fatnað frá íþróttavöruframleiðandanum.
Samningaviðræður við nýjan framleiðanda standa yfir og getum við vonandi gefið út uppfærða stöðu mála fljótlega.
Stefnan er að gera heildar samning fyrir Knattspyrnudeild Dalvíkur sem þjónustar þá bæði meistaraflokk sem og Barna- og unglingaráð sem og mögulega fleiri íþróttagreinar í Dalvíkurbyggð.

Ástæðan fyrir þessu er sú samningurinn við Diadora er útrunninn og að Toppmenn og Sport munu hætta von bráðar að þjónusta Diadora og verður því erfitt fyrir fólk að nálgast þeirra vörur.
Hægt verður að kaupa fatnað hjá Toppmönnum fram á þetta sumar, ef fólk hefur áhuga á því, en þegar nýr samningur verður gerður við framleiðenda mun Toppmenn & Sport taka þær vörur inn samstundis og þjónusta.

Ákveðið var að setja þetta í loftið strax þannig að ef fólk væri meðvitað um stöðu mála fyrir jólin.