Dalvík/Reyni spáð 10. sæti

Sérfræðingar á vegum vefmiðilsins fótbolta.net eru um þessar mundir að birta spá sína fyrir komandi sumar í 2.deild karla.
Þar er okkar mönnum í Dalvík/Reyni spáð í 10. sæti deildarinnar.

Umfjöllunin er nokkuð skemmtileg og þar er m.a. fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á leikmannahópi liðsins.
Hægt er að lesa umfjöllunina með því að smella hér.

Þetta sagði Óskar Bragason, þjálfari liðsins, um spánna:

Spáin kemur mér ekki á óvart, við erum eins og flest landsbyggðarlið, algjörlega óskrifað blað. Töluverðar mannabreytingar hafa orðið á hópnum og það er lítið vitað um okkur, þar sem lítið er hægt að fylgjast með hvað við erum að gera fyrir flest liðin í deildinni.“

„Mér líst vel á deildina, hún er klárlega sterkari en hún var í fyrra. Það komu sterk lið upp úr 3. Deildinni og liðin sem fellu úr Inkasso eru stór félög sem gera væntanlega allt til að komast aftur upp. Orkar markmið eru svo fyrst og fremst að gera betur en í fyrra.“

Forvitnilegt verður að fylgjast með deildinni í ár og hvort spá þessi gangi eftir….