Á laugardaginn síðastliðinn lék Dalvík/Reynir sinn síðasta leik í 3. deildinni. Leikið var í Ólafsfirði gegn KF.

Fyrir leik var töluverð spenna því nokkur lið áttu tækifæri á fylgja Dalvík/Reynir upp um deild, meðal annars KF. Leikurinn var vissulega ekki sá besti sem Dalvík/Reynir hefur leikið þetta sumarið en honum lauk með 2-1 sigri KF. Jóhann Örn Sigurjónsson gerði mark okkar manna.

Mikil dramatík var í öðrum leikjum en á tímapunkti leit út fyrir að KF myndi fylgja Dalvík/Reyni upp um deild. á 90. mínútu í leik KFG og KV kom hinsvegar sigurmark hjá KFG sem þýddi að KFG fylgir Dalvík/Reynir upp um deild en KF situr eftir með sárt ennið.

Frábæru seasoni lokið. Liðinu var spáð 9. sæti deildarinnar fyrir mót en enda sem deildarmeistarar.

Hér er lokastaðan í deildinni

Takk fyrir sumarið
ÁFRAM D/R!

3. deildarmeistarar 2018