Dalvík/Reynir áfram í Mjólkurbikarnum

Á dögunum vann D/R góðan sigur gegn Geisla frá Aðaldal í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikarinn er nýtt nafn á bikarnkeppni KSÍ þetta árið.

Leikið var þann 15.apríl á KA-vellinum.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri okkar manna en mörkin skoruðu þeir Ingvar Gylfason og Pálmi Heiðmann Birgisson.

Í næstu umferð munu strákarnir okkar leik við Þór frá Akureyri. Leikurinn fer fram í Boganum þann 23.apríl.